Innlent

Engar tillögur, ekkert á pappír

Hannes G. Sigurðsson
Hannes G. Sigurðsson

„Það hafa engar konkret tillögur komið fram, ekkert á pappír, ekkert konkret," segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Hann var inntur frétta af samráðsfundum ríkisstjórnar og aðila vinnumarkaðarins í Karphúsinu.

Hannes segir að úr ráðuneytunum hafi einungis borist niðurskurðarhugmyndir frá félagsmálaráðherra, og svo hafi verið farið almennt yfir stöðuna í heilbrigðisráðuneyti.

„Þetta er bara mjög erfitt ástand. Það hafa ekki komið neinar pólitískar áherslur um hvort eigi að lækka eitt eða annað. Enda þarf að lækka allt."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×