Erlent

Aðdragandi Íraksstríðsins: Blair kallaður til yfirheyrslu

John Chilcot, formaður rannsóknarnefndarinnar. Mynd/AP
John Chilcot, formaður rannsóknarnefndarinnar. Mynd/AP

Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, verður kallaður fyrir rannsóknarnefnd sem skoðar aðdraganda þess að Bretar ákváðu ásamt Bandaríkjamönnum að gera árás á Írak vorið 2003.

Gordon Brown, arftaki Blairs á forsætisráðherrastól, tók ákvörðun um að fela nefndinni rannsókn málsins, þar á meðal hvernig upplýsingar leyniþjónustu voru notaðar til réttlætingar innrásar.

„Ef við komumst að því að mistök hafi verið gerð,“ segir John Chilcot, formaður rannsóknarnefndarinnar, „Þá munum við segja það hreint út.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×