Lífið

Á lausu frekar en óhamingjusöm

Íhugar ekki barneignir Cameron Diaz, sem er 37 ára, er á lausu og segist ekki vera að íhuga barneignir.
Íhugar ekki barneignir Cameron Diaz, sem er 37 ára, er á lausu og segist ekki vera að íhuga barneignir.

Cameron Diaz segist frekar vilja vera einhleyp en að vera óhamingjusöm í sambandi, en Diaz, sem er 37 ára, sleit nýverið sambandi sínu við bresku fyrirsætuna Paul Sculfor.

„Maður hittir alltaf manneskjuna sem manni er ætlað að vera með hverju sinni í lífinu, en ég hef fundið að svo þarf maður að halda sína leið og mér finnst ekkert að því. Mörgum finnst þeir vera fastir í sambandi sem þeir eru óhamingjusamir í, en vita ekki hvernig þeir eiga að losa sig úr því og finnst þeir verða að láta sambandið ganga," segir leikkonan í viðtali við tímaritið Parade.

„Ég á ótrúlegt líf og að vissu leyti er það eins og það er vegna þess að ég á ekki börn. Margir halda eflaust að mig dauðlangi í börn en það er alls ekki satt. Það sem ég er að vinna að í mínu lífi núna miðar ekki allt að barneignum," bætir hún við.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.