Erlent

Flutningaskip strand við Noreg

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Flutningaskip. Myndin tengist fréttinni ekki.
Flutningaskip. Myndin tengist fréttinni ekki.

Norðmenn eru mjög uggandi um að umhverfisslys vofi yfir eftir að flutningaskip frá Panama strandaði við Langesund í Þelamörk í nótt. Aftakaveður er á svæðinu og er nú unnið að því að bjarga áhöfn skipsins, sem er kínversk, í land. Rúmlega 1.100 tonn af olíu eru í skipinu og er leki kominn að því. Einhverjir hafa talið sig finna lykt af olíu við ströndina og ljóst er að tjónið yrði gríðarlegt ef olían færi í sjóinn.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×