Innlent

Kallaður óvænt á fund í þinghúsinu

Hópur fjögurra hagfræðinga sat fram á nótt við að útfæra tillögur Framsóknarmanna fyrir verðandi ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, en enn er töluverð vinna eftir í þeirri útfærslu, segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins.

Fréttastofa náði tali af honum rétt áður en hann gekk á óvæntan fund með Jóhönnu Sigurðardóttur verðandi forsætisráðherra og Steingrími J. Sigfússyni formanni Vinstri grænna í Alþingishúsinu klukkan hálftíu.

Sigmundur segir engar nýjar kröfur í þeim tillögum sem Framsóknarmenn setja nú saman, eingöngu leiðir að sömu markmiðum. Hann telur ekki útilokað að hægt verði að kynna nýja ríkisstjórn í kvöld.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×