Lífið

Natasha Richardson látin

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Natasha Richardson.
Natasha Richardson. MYND/Telegraph
Leikkonan Natasha Richardson lést á sjúkrahúsi í New York í gær eftir að hafa lent í skíðaslysi og hlotið höfuðáverka í Kanada á mánudaginn. Móðir Natösju, leikkonan og Óskarsverðlaunahafinn Vanessa Redgrave, var viðstödd andlát dóttur sinnar og einnig eiginmaðurinn Liam Neeson, en hann er einnig leikari. Natasha Richardson var 45 ára gömul og lætur eftir sig tvo syni auk eiginmannsins. Hún hefur leikið fjölda hlutverka á sviði, meðal annars Ófelíu í Hamlet eftir William Shakespeare.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.