Erlent

Harry Potter áhorfendum lenti saman í bíó

Kristín María Birgisdóttir skrifar
Sextán ára drengur í Bretlandi hefur verið kærður fyrir að hafa ætla sér að stórskaða konu með því að hella yfir hana klór. Atvikið átti sér stað fyrir viku í Leeds. Konan sem er 46 ára hafði farið í bíó ásamt tveimur börnum sínum að sjá Harry Potter.

Strákurinn sem hellti klórnum á konuna var með læti í bíósalnum og bað konan hann um að hafa hljóð. Eitthvað lagðist það illa í hann því eftir bíósýninguna elti hann konuna inn á veitingastað þar sem hann hellti klórnum faman í hana sem varð til þess að sjón hennar skertist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×