Lífið

Hollie Steel mætir í úrslitin

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hollie Steel mætir Susan Boyle í úrslitum.
Hollie Steel mætir Susan Boyle í úrslitum.
Hin tíu ára gamla Hollie Steel, sem tekur þátt í raunveruleikaþáttunum Britain's Got Talent, brast í grát í undanúrslitaþættinum sem fram fór í gær. Hún söng falska tóna í laginu Edelweiss úr Sound of Music og þurftu móðir hennar og Amanda Holden dómari að hughreysta hana á sviðinu. En hún fékk tækifæri til þess að bæta frammistöðu sína og kom tvíefld til baka.

„Þú ert hugrakkasta stúlka í heimi. Þú ert einungis tíu ára gömul og stendur algerlega þarna óstudd. Það fór ekki vel í fyrsta skiptið en þú söngst samt mjög vel," sagði Simon Cowell, einn dómaranna.

Holly mun meðal annars mæta Susan Boyle í úrslitaþætti keppninnar í kvöld.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.