Lífið

Þursar á Bræðslu

Þursarnir verða á meðal þeirra sem stíga á svið á tónlistarhátíðinni Bræðslunni.
mynd/eyþór árnason
Þursarnir verða á meðal þeirra sem stíga á svið á tónlistarhátíðinni Bræðslunni. mynd/eyþór árnason

Þursaflokkurinn, Páll Óskar og Monika og Bróðir Svartúlfs, nýkrýndir sigurvegarar Músíktilrauna, koma fram á tónlistarhátíðinni Bræðslunni á Borgarfirði eystri. Hátíðin, sem verður haldin helgina 24. til 26. júlí, heldur upp á fimm ára afmæli sitt í sumar. Hún hefur styrkt sig í sessi sem einn af áhugaverðari viðkomustöðum Íslands yfir sumarmánuðina.

Í gegnum tíðina hafa komið þar fram Emilíana Torrini, Damien Rice, Lay Low, Belle & Sebastian, Magni, Megas og Senuþjófarnir og Eivör Pálsdóttir, svo fáeinir flytjendur séu nefndir.

Forsala á Bræðsluna er hafin á midi.is. Verð aðgöngumiða í forsölu er 5.000 krónur og eru 800 aðgöngumiðar í boði. Verð miða við innganginn verður 6.000 krónur ef ekki verður uppselt í forsölu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.