Lífið

Jay Leno kvaddi í gærkvöldi

Spjallþáttastjórnandinn vinsæli hætti með sinn vinsæla kvöldþátt í gærkvöldi.
Spjallþáttastjórnandinn vinsæli hætti með sinn vinsæla kvöldþátt í gærkvöldi.

Spjallþáttastjórnandinn og grínistinn Jay Leno hætti með kvöldþátt sinn í gærkvöldi eftir sautján ár í loftinu. „Á ég eftir að sakna hans? Já, rosalega mikið,“ sagði Leno.

„Þetta er yndislegasta starfið í skemmtanaiðnaðinum.“

Leno, sem er 59 ára, yfirgefur þáttinn í hæstu hæðum því áhorfið á hann hefur verið mjög gott. Við starfi hans tekur Conan O"Brien, sem hefur undanfarin ár verið með spjallþátt sinn strax á eftir Leno. Núna verður sú breyting á að Leno verður á undan Conan með nýjan spjallþátt á sömu sjónvarpsstöð, NBC. Nefnist hann einfaldlega The Jay Leno Show og verður klukkutíma langur.

Verður hann sýndur á sama tíma og vinsælir þættir á öðrum sjónvarpsstöðvum á borð við CSI og þarf Leno því að hafa sig allan við til að halda í aðdáendur sína. Kvöldþátturinn, eða Tonight Show, hóf göngu sína árið 1954 með Steve Allen við stjórnvölinn. Áður en Leno tók við starfinu var Johnny Carson alráður þar í heil þrjátíu ár, eða þangað til hann hætti árið 1992.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.