Innlent

Skíðasvæði víða opin

Frá skíðasvæðinu á Siglufirði.
Frá skíðasvæðinu á Siglufirði. Mynd/Egill Rögnvaldsson
Skíðasvæðið á Siglufirði er opið til klukkan fjögur í dag. Egill Rögnvaldsson, umsjónarmaður, segir að veðrið í fjallinu sé afar gott. Páskaeggjamót hefst klukkan eitt og í framhaldinu klárast ratleikur á skíðasvæðinu. Garpamót hefst klukkan þrjú.

Í dag er opið í Bláfjöllum og Skálafelli frá klukkan tíu til fimm. Í Skálafelli er mínus fjórar gráður og sól, og í Bláfjöllum er mínus tvær gráður, hægviðri og sól. Klukkan eitt í dag verður hátíðarmessa í umsjón séra Pálma Matthíassonar við Bláfjallaskála. Í dag er einnig opið í Hlíðarfjalli frá níu til fimm. Þar er lögn og fimm stiga frost. Þá er opið á skíðasvæðinu á Siglufirði og á Dalvík í dag.

Skíðasvæðið í Oddsskarði er opið frá klukkan tíu til fimm í dag. Þar hefst páskaeggjamót klukkan eitt.

„Búið er að setja upp braut fyrir yngstu börnin og þá sem hafa gaman af snjóþotum og slöngu rennsli. Við vonum að allir geti skemmt sér vel hérna hjá okkur og fari með góðar minningar úr Skagafirði," segir Viggó Jónsson, umsjónarmaður skíðasvæðisins í Tindastóli, í tilkynningu. Þar verður skíðasvæðið opið til klukkan fimm í dag.

Skíðasvæðið í Hlíðarfjallaði opnaði klukkan níu í morgun og verður opið til fimm í dag. Þar fer fram páskaeggjamót og hljómsveitin Malta kemur fram klukkan tvö, að sögn Alfreðs Almarssonar umsjónarmanns.

Skíðasvæðið í Dalvík verður einnig opið frá tíu til fimm. Í hádeginu hefst páskaeggjamót fyrir börn sjö ára og yngri. Allir keppendur fá páskaegg að keppni lokinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×