Erlent

Páfi minntist fórnarlamba jarðskjálftans í páskaávarpi

Benedikt 16. páfi minntist fórnarlamba jarðskjálftans á Ítalíu í árlegu páskaávarpi sínu til heimsbyggðarinnar sem hann flutti af svölum Péturskirkju í morgun.

Þúsundir pílagríma og ferðamanna söfnuðust saman á Péturstorginu í Róm til að hlýða á hið árlega páskaávarp Benedikts páfa. Friður var að vonum páfanum hugleikinn og fór hann víða í ræðu sinni

Páfi sagði að heimurinn þyrfti að halda í vonina. Hann hvatti til friðar í Afríku og fyrir botni Miðjarðarhafs. Hann sagði nauðsynlegt sættir tækjust með að Ísraelum og Palestínumönnum.

Páfi mun heimsækja Miðausturlönd í maí. Hann hyggst meðal annars heimsækja borgirnar Amman í Jórdaníu og Jerúsalem, Nazareth og Betlehem í Ísrael.




Tengdar fréttir

Fórnarlömb jarðskjálftanna halda páskana hátíðlega

Þúsundir fórnarlamba jarðskjálftanna í ítölsku borginnni L'Aquila halda í dag páskana hátíðlega í skugga hörmunga síðustu viku. Þar á meðal var Silvio Berlusconi, forsætisráðherra landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×