Hrafn Gunnlaugsson uppgötvaði Lisbeth Sandler 30. maí 2009 04:45 Noomi Rapace er orðin ein frægasta leikkona Norðurlandanna eftir leik sinn í kvikmyndinni Karlar sem hata konur. Noomi þreytti frumraun sína í kvikmyndum þegar hún lék lítið hlutverk hjá <B>Hrafni Gunnlaugssyni.</B> Aðdáendur Stiegs Larsson geta andað léttar. Tekist hafa samningar milli dreifingarfyrirtækisins Senu og Nordisk film um að kvikmyndin Karlar sem hata konur verði sýnd hér á landi. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá voru ansi mörg ljón í veginum þegar reynt var að fá myndina hingað til lands en nú hefur tekist að ryðja þeim öllum úr veginum. Bók Larssons hefur notið næstum fáránlegra vinsælda, Hún er uppseld í innbundinni útgáfu og kiljan rýkur út eins og heitar lummur. Tvær aðrar myndir verða gerðar eftir bókum Larssons og þær verða báðar sýndar hér á landi samkvæmt samningnum. Önnur myndin verður frumsýnd í lok þessa árs en síðasta myndin í þríleiknum verður sýnd eftir áramót. Myndin hefur slegið öll aðsóknarmet á hinum Norðurlöndunum og nánast haldið uppi miðasölunni í bíóhúsunum þar. Karlar sem hata konur verður frumsýnd 22.júlí næstkomandi og verður aðalleikkona myndarinnar, hin finnska Noomi Rapace, væntanlega viðstödd frumsýninguna. Vonir standa til að fleiri leikarar verði hér viðstaddir. Noomi leikur húðflúraða tölvunjörðinn Lisbeth Sandler en það er hinn þrautreyndi Michael Nyquist sem bregður sér í líki Mikaels Blomkvist. Noomi ætti ekki eiga í vandræðum með að krafsa sig fram úr viðtölum við íslenska fjölmiðlamenn. Hún á íslenskan stjúpföður og býr yfir ágætis íslenskukunnáttu. Noomi bjó á Flúðum ásamt móður sinni frá fimm ára aldri þar til hún varð átta ára en þá flutti fjölskyldan til Svíþjóðar. Í viðtali við dagblaðið Sydsvenska í lok janúar sagði Noomi meðal annars að þrátt fyrir velgengni sína á hvíta tjaldinu væri hugurinn nú hjá Íslendingum vegna efnahagskrísunnar. „Ég er alveg viss um að við eigum eftir að sjá forvitnilega list koma þaðan á næstu árum, bæði í kvikmyndum, bókmenntum og tónlist,“ sagði Noomi. Og svo skemmtilega vill til að Hrafn Gunnlaugsson var sá leikstjóri sem fyrstur uppgötvaði hæfileika leikkonunnar því hún lék lítið hlutverk í myndinni Skugga hrafnsins, sjálfstæðu framhaldi af Hrafninn flýgur, sem gerð var 1988. Hrafn var að vonum ánægður þegar Fréttablaðið hermdi þetta upp á hann. „Ég man nú óljóst eftir henni, held að hún hafi búið í Svíþjóð á þessum tíma. En þetta var stelpa sem hafði einhver áhrif, hafði eitthvað við sig, þetta eðli, og það gleður mann alltaf að sjá fólk sem hefur tekið þátt í myndunum manns og verður síðan eitthvað annað og meira,“ segir Hrafn. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Sjá meira
Aðdáendur Stiegs Larsson geta andað léttar. Tekist hafa samningar milli dreifingarfyrirtækisins Senu og Nordisk film um að kvikmyndin Karlar sem hata konur verði sýnd hér á landi. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá voru ansi mörg ljón í veginum þegar reynt var að fá myndina hingað til lands en nú hefur tekist að ryðja þeim öllum úr veginum. Bók Larssons hefur notið næstum fáránlegra vinsælda, Hún er uppseld í innbundinni útgáfu og kiljan rýkur út eins og heitar lummur. Tvær aðrar myndir verða gerðar eftir bókum Larssons og þær verða báðar sýndar hér á landi samkvæmt samningnum. Önnur myndin verður frumsýnd í lok þessa árs en síðasta myndin í þríleiknum verður sýnd eftir áramót. Myndin hefur slegið öll aðsóknarmet á hinum Norðurlöndunum og nánast haldið uppi miðasölunni í bíóhúsunum þar. Karlar sem hata konur verður frumsýnd 22.júlí næstkomandi og verður aðalleikkona myndarinnar, hin finnska Noomi Rapace, væntanlega viðstödd frumsýninguna. Vonir standa til að fleiri leikarar verði hér viðstaddir. Noomi leikur húðflúraða tölvunjörðinn Lisbeth Sandler en það er hinn þrautreyndi Michael Nyquist sem bregður sér í líki Mikaels Blomkvist. Noomi ætti ekki eiga í vandræðum með að krafsa sig fram úr viðtölum við íslenska fjölmiðlamenn. Hún á íslenskan stjúpföður og býr yfir ágætis íslenskukunnáttu. Noomi bjó á Flúðum ásamt móður sinni frá fimm ára aldri þar til hún varð átta ára en þá flutti fjölskyldan til Svíþjóðar. Í viðtali við dagblaðið Sydsvenska í lok janúar sagði Noomi meðal annars að þrátt fyrir velgengni sína á hvíta tjaldinu væri hugurinn nú hjá Íslendingum vegna efnahagskrísunnar. „Ég er alveg viss um að við eigum eftir að sjá forvitnilega list koma þaðan á næstu árum, bæði í kvikmyndum, bókmenntum og tónlist,“ sagði Noomi. Og svo skemmtilega vill til að Hrafn Gunnlaugsson var sá leikstjóri sem fyrstur uppgötvaði hæfileika leikkonunnar því hún lék lítið hlutverk í myndinni Skugga hrafnsins, sjálfstæðu framhaldi af Hrafninn flýgur, sem gerð var 1988. Hrafn var að vonum ánægður þegar Fréttablaðið hermdi þetta upp á hann. „Ég man nú óljóst eftir henni, held að hún hafi búið í Svíþjóð á þessum tíma. En þetta var stelpa sem hafði einhver áhrif, hafði eitthvað við sig, þetta eðli, og það gleður mann alltaf að sjá fólk sem hefur tekið þátt í myndunum manns og verður síðan eitthvað annað og meira,“ segir Hrafn. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Nýr Rambo fundinn Bíó og sjónvarp Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Tónlist Fleiri fréttir Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Sjá meira