Innlent

Nagladekk óleyfileg eftir 15. apríl

Nagladekk eru óleyfileg undir bifreiðum eftir 15. apríl 2009. Nagladekk spæna upp malbik hundrað sinnum hraðar en önnur dekk og eru áhrifamikill valdur að svifryksmengun í Reykjavík, að fram kemur í tilkynningu frá Umhverfis- og samgöngusviði Reykjavíkurborgar.

Svifryk fór fjórum sinnum yfir heilsuverndarmörk í marsmánuði og hefur farið sex sinnum yfir á árinu.

Ökumenn eru hvattir til að skipta um hjólbara við fyrsta tækifæri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×