Lífið

Alhliða dansstaður í miðbænum

Nýr dansstaður í Reykjavík. Kristinn (til hægri) inni á nýja skemmtistaðnum London Reykjavík ásamt Birgi Fannari Snæland. fréttablaðið/pjetur
Nýr dansstaður í Reykjavík. Kristinn (til hægri) inni á nýja skemmtistaðnum London Reykjavík ásamt Birgi Fannari Snæland. fréttablaðið/pjetur

Skemmtistaðurinn London Reykjavík verður opnaður á neðri hæðinni á gamla Gauki á Stöng í kvöld. Áhersla verður lögð á danstónlist af ýmsum toga og ættu dansþyrstir Íslendingar því að fá þarna eitthvað fyrir sinn snúð.

Skemmtanastjórinn Kristinn Bjarnason segir að mikil þörf sé fyrir stað sem þennan í miðborginni. „Við vonumst til að fólk taki þessu vel og mæti á svæðið og skemmti sér. Þarna verður gamla hljóðkerfið sem var á Pravda sem er þekkt fyrir rosalega gott sánd,“ segir hann. „Þetta verður alhliða dansstaður sem verður opinn um allar helgar með áherslu á hinar ýmsu stefnur.“

Aldurstakmark á London Reykjavík verður 22 ár og er ætlast til að fólk mæti þangað í vel pressuðum dansgalla og pússuðum skónum. Staðurinn verður opnaður klukkan 23 í kvöld þar sem blanda af diskói og nútímadanstónlist verður í fyrirrúmi. - fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.