Innlent

Fjölgun starfsmanna nauðsyn

„Ég er eindregið þeirrar skoðunar að Samkeppnis­eftirlitið hafi mjög mikilvægu hlutverki að gegna á tímum eins og við lifum núna. Jafnvel meira en í góðu árferði því það skiptir miklu máli að endurreisn efnahagslífsins verði með þeim hætti að hér rísi atvinnulíf þar sem er virk og öflug samkeppni," segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra.

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins (SE), segir brýnt að fjölga starfsmönnum stofnunar­innar. „Það er einfaldlega þannig í dag að við verðum að forgangsraða talsvert mikið." Hann segir að ef vilji sé til að flýta efnahagsbatanum þurfi að efla SE verulega.

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra segir blasa við að samkeppnisyfirvöld þurfi að geta sinnt sínu hlutverki nú sem endranær. „Það reynir á margar grunneiningar í stjórnsýslunni í þessu árferði. Ef reynir á SE sérstaklega þá þarf að fara yfir það." Steingrímur segist engu geta svarað um hvort fjárveitingar til stofnunarinnar verði auknar. - shá / sjá síðu 4






Fleiri fréttir

Sjá meira


×