Enski boltinn

Parker framlengir við West Ham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Scott Parker í leik með West Ham.
Scott Parker í leik með West Ham. Nordic Photos / Getty Images

Scott Parker hefur framlengt samning sinn við Íslendingafélagið West Ham til loka tímabilsins 2013.

Parker var sterklega orðaður við Manchester City í félagaskiptaglugganum nú í janúarmánuði en tíðindin hljóta að teljast afar góð fyrir West Ham.

„Ég er afar ánægður með þetta sérstaklega eftir óvissuna sem ríkti á meðan að félagaskiptaglugginn var opinn," sagði Parker á heimasíðu félagsins.

„Ég er hrifinn af þeirri stefnu sem bæði knattspyrnustjóri liðsins og stjórn félagsins hefur verið að taka á undanförnum vikum. Ég vil vera hluti af þeirri þróun."

Það hefur mikið verið rætt og ritað um framtíðarhorfur West Ham í tengslum við fjárhagslega erfiðleika Björgólfs Guðmundssonar, eiganda félagsins.

„Þetta er líka gott fyrir félagið. Það hefur verið mikið af neikvæðum fréttum um félagið og þetta sýnir að West Ham er í góðri stöðu með að halda sínum leikmönnum. Þetta eru sérstaklega góðar fréttir fyrir stuðningsmennina."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×