Innlent

Lögreglan handtók ölvaðan mann

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Karlmaður var handtekinn á Háaleitisbraut rétt fyrir hádegið í dag. Hann er grunaður um að hafa ekið stolinni bifreið ölvaður og ekið yfir gangstétt með þeim afleiðingum að dekk á bifreiðinni sprakk. Maðurinn er grunaður um aðild að innbrotum í hús á höfuðborgarsvæðinu um liðna nótt. Að sögn lögreglunnar gistir maðurinn fangageymslur lögreglunnar. Hann er í annarlegu ástandi og þvi ekki hægt að yfirheyra hann að svo komnu máli.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×