Atvinnuleysisbætur lækki hjá fólki undir 25 ára aldri 17. nóvember 2009 05:15 Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands. Mynd/Anton Brink Hluti atvinnuleysisbóta fólks á aldrinum 18 til 24 ára verður notaður til að fjármagna menntunarkosti, gangi eftir hugmyndir í drögum að nýjum lögum um atvinnuleysistryggingar. Hugmyndirnar voru kynntar fyrir formönnum samtaka vinnumarkaðarins á fundi í félags- og tryggingamálaráðuneytinu síðdegis í gær. Þar er verið að gera ýmsar breytingar, þótt fyrst og fremst sé horft til ungs atvinnulauss fólks og hvernig auka megi virkni þeirra á ný. Samkvæmt gögnum ráðuneytisins falla um 2.500 ungmenni á aldrinum 18 til 24 ára í hóp þeirra sem eiga við langvarandi atvinnuleysi að stríða. Hugmyndin mun vera að koma þeim hópi sem mest í skóla eða starfsþjálfun. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ), segir að hjá verkalýðsfélögunum hafi menn haft af því áhyggjur að ekki hafi verið nógu mikið lagt upp úr „virknivæðingu" ungs atvinnulauss fólks. „En þær hugleiðingar sem uppi eru núna um að fólk undir 24 ára aldri borgi þessa virknivæðingu sjálft hugnast okkur afar illa," segir hann. Gylfi segist ekki sjá að hæft sé með rökum að halda því fram að þótt fólk sé á ákveðnum aldri eigi að skerða bótarétt þess til að fjármagna virkar aðgerðir í þess þágu. „Við búum við það á Íslandi að hátt hlutfall vinnumarkaðarins hefur takmarkaða menntun. Og við lögðum mikla áherslu á það að fá hér löggjöf um virkar vinnumarkaðsaðgerðir og fjármagn til að hrinda þeim í framkvæmd frá hinu opinbera. Það hefur, við þær aðstæður sem við búum við núna, verið erfitt," segir Gylfi og kveður það meðal annars hafa leitt til þess að ASÍ hafi viljað taka kerfið að sér og nálgast verkefnið á öðrum forsendum. Atvinnurekendur hafi viljað taka þátt í þessu. Áherslurnar í frumvarpsdrögunum segir hann að ýti frekar á breytingar í þessa átt. Gylfi segir skort á sjálfstrausti og vandamál tengd langvarandi atvinnumissi ekki bundin við aldurshópinn 18 til 24 ára og mikilvægt að auka virkni þeirra einstaklinga sem í þessari stöðu séu. „En leiðin til þess er ekki í því falin að svelta fólk inn í úrræðin," segir hann og kveðst treysta orðum ráðherra um að lagst verði í frekari skoðun á málinu áður en nýtt lagafrumvarp verði kynnt. - óká / Sjá síðu 6 Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Hluti atvinnuleysisbóta fólks á aldrinum 18 til 24 ára verður notaður til að fjármagna menntunarkosti, gangi eftir hugmyndir í drögum að nýjum lögum um atvinnuleysistryggingar. Hugmyndirnar voru kynntar fyrir formönnum samtaka vinnumarkaðarins á fundi í félags- og tryggingamálaráðuneytinu síðdegis í gær. Þar er verið að gera ýmsar breytingar, þótt fyrst og fremst sé horft til ungs atvinnulauss fólks og hvernig auka megi virkni þeirra á ný. Samkvæmt gögnum ráðuneytisins falla um 2.500 ungmenni á aldrinum 18 til 24 ára í hóp þeirra sem eiga við langvarandi atvinnuleysi að stríða. Hugmyndin mun vera að koma þeim hópi sem mest í skóla eða starfsþjálfun. Gylfi Arnbjörnsson, forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ), segir að hjá verkalýðsfélögunum hafi menn haft af því áhyggjur að ekki hafi verið nógu mikið lagt upp úr „virknivæðingu" ungs atvinnulauss fólks. „En þær hugleiðingar sem uppi eru núna um að fólk undir 24 ára aldri borgi þessa virknivæðingu sjálft hugnast okkur afar illa," segir hann. Gylfi segist ekki sjá að hæft sé með rökum að halda því fram að þótt fólk sé á ákveðnum aldri eigi að skerða bótarétt þess til að fjármagna virkar aðgerðir í þess þágu. „Við búum við það á Íslandi að hátt hlutfall vinnumarkaðarins hefur takmarkaða menntun. Og við lögðum mikla áherslu á það að fá hér löggjöf um virkar vinnumarkaðsaðgerðir og fjármagn til að hrinda þeim í framkvæmd frá hinu opinbera. Það hefur, við þær aðstæður sem við búum við núna, verið erfitt," segir Gylfi og kveður það meðal annars hafa leitt til þess að ASÍ hafi viljað taka kerfið að sér og nálgast verkefnið á öðrum forsendum. Atvinnurekendur hafi viljað taka þátt í þessu. Áherslurnar í frumvarpsdrögunum segir hann að ýti frekar á breytingar í þessa átt. Gylfi segir skort á sjálfstrausti og vandamál tengd langvarandi atvinnumissi ekki bundin við aldurshópinn 18 til 24 ára og mikilvægt að auka virkni þeirra einstaklinga sem í þessari stöðu séu. „En leiðin til þess er ekki í því falin að svelta fólk inn í úrræðin," segir hann og kveðst treysta orðum ráðherra um að lagst verði í frekari skoðun á málinu áður en nýtt lagafrumvarp verði kynnt. - óká / Sjá síðu 6
Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Innlent Strandveiðar bannaðar á morgun Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira