Innlent

Níu manns á gjörgæslu með svínaflensu

Níu manns á aldrinum 30 til 63 ára liggja nú á gjörgæslu vegna svínaflensu. Einn er á Akureyri en átta á Landspítalanum og hefur þeim fjölgað um tvo síðan í gær. Þeir komu báðir utan af landi á síðasta sólarhring, annar frá Neskaupstað en hinn frá Vestmannaeyjum.

Þá hafa fimm lagst inn á Landspítalann síðan í gær og nú liggja þar 28 manns með svínaflensu á almennri deild. Upp undir tugur manna liggur á sjúkrahúsum annars staðar á landinu.

Haraldur Briem, sóttvarnarlæknir, segir þessa þróun sýna að faraldurinn er nú farinn að breiðast út um landið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×