Erlent

Madoff gáttaður á hve lengi hann komst upp með svikin

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Madoff á leið í dómsalinn í vor.
Madoff á leið í dómsalinn í vor.

Stórsvikarinn Bernard Madoff segist mest hissa á því hve lengi hann komst upp með að svindla á viðskiptavinum sínum en hann mun hafa haft af þeim um 65 milljarða dollara á mörgum árum. Þetta kemur fram í fyrsta viðtalinu sem Madoff veitti eftir að hafa hafið afplánun 150 ára fangelsisdóms sem hann hlaut fyrir svikamylluna. Segir hann þar enn fremur að á nokkrum fundum með verðbréfaeftirlitinu hafi hann þóst þess fullviss að nú væri búið að fletta ofan af honum en svo hafi ekki reynst vera.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×