Erlent

Vinsæl verkjalyf valda fíkn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vinsæl verkjalyf geta verið ávanabindandi. Mynd/ AFP.
Vinsæl verkjalyf geta verið ávanabindandi. Mynd/ AFP.

Vinsæl verkjalyf sem milljónir manna taka inn geta valdið fíkn eftir að þeirra hefur verið neytt í einungis þrjá daga, fullyrðir breska heilbrigðiseftirlitið.

Lyfin, sem innihalda kódín og eru seld undir vörumerkjum eins og Nurofen Plus og Solpadeine Plus eru seld án lyfseðils og eru notuð gegn höfuðverkjum bakverkjum og tíðarverkjum. Breska blaðið Telegraph fullyrðir hins vegar að tugþúsundir manna hafi orðið háðir lyfinu og margir af einskærri slysni. Konur séu í mestri hættu að verða háðar lyfjunum.

Breska lyfjaeftirlitið ætlar því að grípa til ráðstafana til þess að taka á þessum vanda. Lyfin verða t.d. merkt sérstaklega með aðvörunum um að þau geti verið ávanabindandi. Þá mun ekki verða hægt að kaupa meira en 32 töflur í einu en hingað til hefur verið hægt að kaupa 100 töflur í einu glasi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×