Erlent

Japanskur kokkur sneiðmyndaði ál

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Seiji Yamamoto.
Seiji Yamamoto.

Japanskur kokkur sem hefur látið sneiðmynda ál til að kanna beinabyggingu hans boðar nú nýja strauma í matargerð.

Seiji Yamamoto þykir heldur betur fara ótroðnar slóðir í matargerð sinni og þykir hafa fært hefðbundna japanska matargerð upp á ný svið. Meðal þess sem vakið hefur athygli í eldhússtörfum Yamamotos er fullkomin eftirprentun strikamerkis af farsíma sem hann teiknaði upp sem skreytingu á aðalréttadiski - og það með bleki úr kolkrabba.

Yamamoto er sérstakur áhugamaður um sjávarfang og ýmsar útfærslur þess og til þess að ná algjörlega réttu áferðinni við skurð fíngerðra beina sjávaráls skellti kokkurinn dýrinu í sneiðmyndatöku áður en hann bókstaflega sneiddi álinn niður á skurðarbretti sínu. Uppskriftin að súpunni sem állinn endaði ævi sína í gerir nefnilega ráð fyrir því að bein hans séu skorin eftir fastmótuðum reglum ævafornrar hefðar.

Yamamoto segir í viðtali við Reuters að Japönum sé ekki kennt að skera sig úr, heldur að vera í réttri sveiflu með umhverfinu og það hafi hann að leiðarljósi í matargerð sinni. Hann segir eldamennskuna snúast um sköpunargleði og að kalla fram eitthvað sem bragðast einstaklega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×