Erlent

Telja lögreglu í Danmörku sýna kynþáttafordóma

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Fréttin tengist ekki þessum dönsku lögreglumönnum sérstaklega.
Fréttin tengist ekki þessum dönsku lögreglumönnum sérstaklega.
Um 16 prósent Dana telja lögregluna þar í landi almennt gera sig seka um að mismuna fólki eftir kynþætti og þriðjungur þeirra sem nýleg Gallup-könnun náði til telja nýleg ummæli lögreglumanns um mótmælanda, sem mótmælti stríðinu á Gaza-svæðinu, hafa verið niðrandi með tilliti til kynþáttar hans en lögreglumaðurinn notaði orðið „perle" sem er eins konar slanguryrði yfir fólk frá Austurlöndum. Málið hefur hlotið töluverða athygli í dönskum fjölmiðlum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×