Erlent

Ráðherra segir af sér vegna ölvunar

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Shoichi Nakagawa.
Shoichi Nakagawa.

Japanski fjármálaráðherrann Shoichi Nakagawa hefur boðað afsögn sína í kjölfar ásakana um að hann hafi verið áberandi ölvaður á blaðamannafundi í kjölfar ráðstefnu sjö stærstu iðnríkja heims um helgina.

Sumir telja atburðinn vera náðarhöggið fyrir ríkisstjórn Taro Aso sem þykir standa höllum fæti enda hefur henni ekki tekist að hafa neinn hemil á efnahagshruni sem enn sér ekki fyrir endann á.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×