Lífið

Síðasti sjéns að kjósa uppáhaldið

Tilnefndir eru: Baggalútur, Björk Guðmundsdóttir, Bubbi, Emilíana Torrini, FM Belfast, Mammút, Páll Óskar, Rúnar Júlíusson, Sigurrós og Stefán Hilmarsson.
Tilnefndir eru: Baggalútur, Björk Guðmundsdóttir, Bubbi, Emilíana Torrini, FM Belfast, Mammút, Páll Óskar, Rúnar Júlíusson, Sigurrós og Stefán Hilmarsson.

Íslensku tónlistarverðlaunin verða afhent í 15. skipti við hátíðlega athöfn í sjónvarpssal Ríkissjónvarpsins á morgun, miðvikudag.

Í upphafi janúar hófst kosningin um vinsælasta flytjandann og var opin öllum lesendum Vísis.

Þá var fækkað niður í tíu efstu flytjendurna í kjörinu en sú kosning er enn í gangi hér á Vísi og verður út daginn í dag. 

 

Á morgun færist þetta síðan yfir í símakosningu og verður þá kosið á milli fimm efstu í kjörinu. Í fyrramálið verður tilkynnt hvaða flytjendur enda í fimm efstu sætunum.

 

Vinsælasti flytjandinn verður verðlaunaður annaðkvöld og fær nafnbótina „Vinsælasti flytjandinn að mati almennings". 

 

Kjóstu uppáhaldið þitt hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.