Erlent

Obama skipar fimmtu björgunarnefndina

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur skipað sérstaka nefnd undir forystu Timothys Geithner fjármálaráðherra til að hafa yfirumsjón með enduruppbyggingu ameríska bílaiðnaðarins.

Þetta er fimmta nefndin sem Obama setur á fót til að bjarga einhverjum ákveðnum hagsmunum og eru áhyggjuraddir þegar teknar að heyrast um það hvort nauðsynleg stefnumótun muni drukkna í nefndarstörfum. Sérfræðingur í málefnum Hvíta hússins segir í viðtali við dagblaðið Politico að skipun nefnda sýni að verið sé að reyna eitthvað, þar sem ósköp lítið sé hægt að gera.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×