Erlent

Ótti við hryðjuverk gæti gert Bretland að lögregluríki

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Stella Rimington.
Stella Rimington. MYND/Martin Pope

Ótti bresku ríkisstjórnarinnar við hryðjuverk er orðinn svo mikill að hann er farinn að hafa áhrif á grundvallarmannréttindi þegnanna.

Þetta segir Stella Rimington, fyrrum yfirmaður leyniþjónustunnar MI5, í viðtali við spænska dagblaðið La Vanguardia og bætir því við að hún óttist að Bretland breytist í lögregluríki vegna afskipta stjórnvalda af einkalífi einstaklinga. Hún segir ríkisstjórnina eiga að viðurkenna að hættan sé fyrir hendi frekar en að skerða réttindi þegnanna með lagasetningu. Það sé einmitt takmark hryðjuverkamannanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×