Lífið

Rúmlega þúsund vilja náða Birgi Pál

Birgir Páll
Birgir Páll

Rúmlega þúsund manns hafa skráð sig á Facebooksíðu til stuðnings Birgi Páli sem dæmdur var í sjö ára fangelsi í Færeyjum. Mál Birgis Páls hefur töluvert verið í umræðunni upp á síðkastið og í viðtali við Kastljósið í síðustu viku sagðist Birgir ætla að fara fram á náðun en hann afplánar nú dóm sinn á Litla Hrauni.

Á síðunni segir að Birgir Páll hafi verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir að eiga lítinn þátt í Pólstjörnumálinu svokallaða.

„Einfaldlega ekki sanngjarnt hvernig farið var með hann í færeysku dómskerfi þar sem saksóknarinn Linda Hesselberg gerði mannleg mistök að stórglæp. Finnst okkur það í lagi?," segir á síðunni.

Síðuna má sjá hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.