Innlent

Ástralar fengu samúðarkveðju forseta

Ólafur Ragnar Grímsson
Ólafur Ragnar Grímsson

Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson sendi í dag ríkisstjóra

Ástralíu Quentin Bryce og stjórnvöldum landsins samúðarkveðjur vegna

skógareldanna sem geisað hafa þar en fjöldi Ástrala hefur látið lífið og

þúsundir misst heimili sín.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands. Þar segir ennfremur:

„Í samúðarkveðjunni minnti forseti á íslenskar fjölskyldur sem

búsettar eru í Ástralíu og samhug ættingja þeirra og þjóðarinnar með

Áströlum á erfiðleikatímum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×