Íslenski boltinn

Arnar frá næstu vikurnar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnar Grétarsson, leikmaður Breiðabliks.
Arnar Grétarsson, leikmaður Breiðabliks. Mynd/Vilhelm

Arnar Grétarsson, aðstoðarþjálfari og leikmaður Breiðabliks, verður frá næstu 2-3 vikurnar vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leik Breiðabliks og FH í gær.

Þetta kom fram á fótbolta.net í dag. Arnar sagði að liðband í hné væri tognað og að hann gæti ekki beitt sér að fullu í 2-3 vikur.

Hann mun því væntanlega missa af leikjum Breiðabliks gegn Fylki, Keflavík og Fram en hlé verður gert á Pepsi-deild karla vegna landsleikja í byrjun júní.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×