Argentína fékk á sig sex í fyrsta skipti í hálfa öld 2. apríl 2009 18:15 "Sögulegu flenging: 6-1" sagði eitt argentínsku blaðanna í dag AFP "Náið í vasareikninn!" sagði fyrirsögn í argentínska blaðinu Ole í dag eftir að Argentínumenn fengu einn versta skell í sögu knattspyrnulandsliðsins í gær. Þar var vísað í 6-1 útreiðina sem lærisveinar Diego Maradona fengu í þunna loftinu í Bólivíu í undankeppni HM í gær. Þetta var í fyrsta sinn síðan árið 1958 sem Argentínumenn fá á sig sex mörk í leik. Skellurinn var sá stærsti síðan liðið tapaði 5-0 heima fyrir Kólumbíu snemma á tíunda áratugnum. Situr Argentína eftir? Fátt benti til þess að Argentínumenn yrðu rassskelltir svo hrikalega þegar þeir unnu sannfærandi 4-0 sigur á Venezuela á laugardaginn, en í gær fengu þeir dýrmæta lexíu gegn einu af slökustu liðum Suður-Ameríkuriðilsins. Argentína er í fjórða sæti tíu liða riðilsins, en fjórða sætið er einmitt síðasta sætið sem gefur liðunum sjálfvirkan þátttökurétt á HM 2010. Ef liðið hafnar í fimmta sæti þarf það í umspil en sjötta sætið myndi þýða að martröð Maradona og félaga yrði að veruleika: Að komast ekki á HM í fyrsta skipti í 40 ár. Erfiðir leikir eftir Argentínumenn eiga erfiða leiki eftir í riðlinum, þar á meðal heimsókn á annan völl sem er í mikilli hæð yfir sjávarmáli í Ekvador, þar sem þeir töpuðu síðasta leik sínum 1-0. Liðið á líka eftir útileik gegn Paragvæ, þar sem liðið tapaði líka síðasta leik sínum. Þá eiga Maradona og félagar eftir heimaleik gegn Brasilíu og útileik gegn Úrúgvæ í Montevideo - en það er leikur sem er ekki gott að fara í með bakið upp að vegg. Þunna loftið engin afsökun Flestir sparkspekingar eru á því að það hafi haft sitt að segja fyrir Argentínumennina í gærkvöld að leikurinn var spilaður í 3.600 metra hæð yfir sjávarmáli, en þar er loftið orðið ansi þunnt til að spila fótboltaleik. Þó sé það ekki nógu góð afsökun fyrir annari eins útreið og Argentína fékk í gær. Maradona er reyndar einn þeirra manna sem hvað mest beittu sér fyrir því að Bólivíumenn, sem og aðrir sem spila í mikilli hæð yfir sjávarmáli, þyrftu ekki að skipta um heimavelli líkt og FIFA hafði áformað að setja í lög. Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Fleiri fréttir Glasner hættir með Cryctal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Sjá meira
"Náið í vasareikninn!" sagði fyrirsögn í argentínska blaðinu Ole í dag eftir að Argentínumenn fengu einn versta skell í sögu knattspyrnulandsliðsins í gær. Þar var vísað í 6-1 útreiðina sem lærisveinar Diego Maradona fengu í þunna loftinu í Bólivíu í undankeppni HM í gær. Þetta var í fyrsta sinn síðan árið 1958 sem Argentínumenn fá á sig sex mörk í leik. Skellurinn var sá stærsti síðan liðið tapaði 5-0 heima fyrir Kólumbíu snemma á tíunda áratugnum. Situr Argentína eftir? Fátt benti til þess að Argentínumenn yrðu rassskelltir svo hrikalega þegar þeir unnu sannfærandi 4-0 sigur á Venezuela á laugardaginn, en í gær fengu þeir dýrmæta lexíu gegn einu af slökustu liðum Suður-Ameríkuriðilsins. Argentína er í fjórða sæti tíu liða riðilsins, en fjórða sætið er einmitt síðasta sætið sem gefur liðunum sjálfvirkan þátttökurétt á HM 2010. Ef liðið hafnar í fimmta sæti þarf það í umspil en sjötta sætið myndi þýða að martröð Maradona og félaga yrði að veruleika: Að komast ekki á HM í fyrsta skipti í 40 ár. Erfiðir leikir eftir Argentínumenn eiga erfiða leiki eftir í riðlinum, þar á meðal heimsókn á annan völl sem er í mikilli hæð yfir sjávarmáli í Ekvador, þar sem þeir töpuðu síðasta leik sínum 1-0. Liðið á líka eftir útileik gegn Paragvæ, þar sem liðið tapaði líka síðasta leik sínum. Þá eiga Maradona og félagar eftir heimaleik gegn Brasilíu og útileik gegn Úrúgvæ í Montevideo - en það er leikur sem er ekki gott að fara í með bakið upp að vegg. Þunna loftið engin afsökun Flestir sparkspekingar eru á því að það hafi haft sitt að segja fyrir Argentínumennina í gærkvöld að leikurinn var spilaður í 3.600 metra hæð yfir sjávarmáli, en þar er loftið orðið ansi þunnt til að spila fótboltaleik. Þó sé það ekki nógu góð afsökun fyrir annari eins útreið og Argentína fékk í gær. Maradona er reyndar einn þeirra manna sem hvað mest beittu sér fyrir því að Bólivíumenn, sem og aðrir sem spila í mikilli hæð yfir sjávarmáli, þyrftu ekki að skipta um heimavelli líkt og FIFA hafði áformað að setja í lög.
Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands á EM Handbolti Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Fótbolti Fleiri fréttir Glasner hættir með Cryctal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Gamla Íslendingafélagið gæti breytt aftur um nafn Breytingar hjá Breiðabliki Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Albert fær liðsfélaga frá Leeds Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Í lífstíðarbann fyrir þessa óhuggulegu tæklingu Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap „Á eftir bolta kemur barn“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Sjá meira