Innlent

Ekki í lífshættu eftir slys á Gæsavatnaleið

Mynd/ Vilhelm

Íslenskur karlmaður sem varð milli tveggja bíla á Gæsavatnaleið, skammt vestan við Kistufell sem liggur við rætur Vatnajökuls, er ekki í lífshættu að sögn vaktahafandi læknis á slysadeild Landspítalans í Fossvogi.

Lögreglunni á Húsavík barst tilkynning um slysið rétt fyrir klukkan tvö í dag. Maðurinn lenti á milli jeppa og vörubifreiðar með tengivagn. Þyrla Landhelgisgæslunnar var send á staðinn og flutti hún manninn í Fossvoginn.

Í fyrstu var talið að um franskan ferðamann væri að ræða en að sögn vakthafandi læknis á slysadeild er maðurinn íslenskur.








Tengdar fréttir

Varð milli tveggja bíla á Gæsavatnaleið

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna umferðaslyss á Gæsavatnaleið, skammt vestan við Kistufell sem liggur við rætur Vatnajökuls. Að sögn lögreglu virðist sem manneskja hafi orðið milli tveggja bifreiða en önnur bifreiðanna mun hafa verið vörubifreið með tengivagn. Ekki liggur fyrir hvort um karl eða konu var að ræða en aðilinn er franskur ferðamaður. Hann er mikið slasaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×