Erlent

Yfir áttahundruð bjargað af sökkvandi ferju

MYND/Reuters

Yfir áttahundruð manns var í morgun bjargað af sökkvandi ferju á Filipseyjum. Þrír létu lífið og áttatíu og átta er saknað. Talið er að flestir þeirra hafi bjargast um borð í fiskibáta.

Áhöfnin sendi út neyðarkall þegar ferjan byrjaði að hallast og voru björgunarskip þegar send á vettvang. Ferjur eru mikilvæg samgöngutæki á Filipseyjum enda eru eyjarnar yfir sjöþúsund talsins.

Þær hafa hinsvegar hörmulegan feril í öryggismálum og árlega farast með þeim hundruðir manna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×