Innlent

Leiguverð hefur lækkað um 20 prósent

Húsaleiga á höfuðborgarsvæðinu hefur lækkað um 20 prósent frá því í haust, að mati Húseigendafélagsins. Þetta á við um þau boð leigusala, sem nú eru í gangi, en leiga hjá þeim, sem gerðu leigusamninga síðastliðið haust upp á ákveðna upphæð á mánuði, hefur almennt ekki lækkað.

Þó munu dæmi þess að leigusalar hafi slegið af gerðum samningum, til að halda leigjendum, fremur en að lenda í því að íbúðirnar standi tómar, jafnvel langtímum saman, þar sem framboð á leiguhúsnæði er nú mun meira en eftirspurn.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×