Innlent

Um 50.000 manns í bænum - myndir

Sólmundur Hólm Sólmundarson skrifar

Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í miðbæ Reykjavíkur í dag til að taka þátt í hátíðarhöldum á þjóðhátíðardaginn. Lögregla giskar á að um 50.000 manns hafi lagt leið sína í miðbæinn í dag.

Að sögn Gunnars Hilmarssonar, aðalvarstjóra lögreglunnar á höfuborgarsvæðinu, hefur umferð gengið vandræðalaust fyrir sig og virðist sem allir séu í sólskinsskapi.

Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Vísis gekk um miðbæinn í dag og náði nokkrum góðum myndum sem sjá má í albúmi hér fyrir neðan.



Hátíðarhöld hafa gengið vel í dag. Mynd/ Pjetur



Fleiri fréttir

Sjá meira


×