Lífið

Seth Sharp lagði Yale að velli

Tónlistarmaðurinn Seth Sharp er ánægður eftir að hafa lagt sjálfan Yale-háskóla að velli.fréttablaðið/heiða
Tónlistarmaðurinn Seth Sharp er ánægður eftir að hafa lagt sjálfan Yale-háskóla að velli.fréttablaðið/heiða

„Samviska mín er hrein og ég mun heldur ekki verða gjaldþrota,“ segir tónlistarmaðurinn Seth Sharp, sem er hæstánægður þessa dagana. Bandaríski háskólinn Yale hefur ákveðið að falla frá dómsmáli sem hann höfðaði gegn Seth vegna vangoldinna skólagjalda. Skólinn hélt því fram að Seth hefði aldrei greitt krónu af láni sínu frá því hann stundaði þar nám og krafðist í kjölfarið þriggja milljóna greiðslu.

„Ég var mjög feginn þegar lögfræðingurinn minn hringdi í mig og sagði að þeir hefðu hætt við málið,“ segir Seth, sem tók þátt í X-Factor hér um árið.

Seth segir að auðvelt hafi verið að sanna fyrir rétti að skólinn væri að bera á hann rangar sakir. Hann segist þó ekki vita nákvæmlega hvers vegna málið var látið niður falla. „Kannski héldu þeir að ég myndi ekki ráða mér lögfræðing vegna málsins eða kannski héldu þeir að ég myndi bara borga þetta. Ég vildi allan tímann að þetta færi fyrir rétt. Mér fannst það best í staðinn fyrir að tala beint við skólann,“ segir hann. Það margborgaði sig því nú getur Seth gengið hnarrreistur um götur borgarinnar eftir að hafa lagt sjálfan Yale-háskóla að velli.

Hann segist hafa fengið mikil og góð viðbrögð við greininni sem Fréttablaðð birti um málið í síðustu viku og fyrir það er hann afar þakklátur. „Fullt af fólki hefur stoppað mig úti á götu og lýst yfir stuðningi við mig, sem er alveg frábært. Ég fékk líka helling af tölvupósti og SMS-skeytum. Það hversu margir stóðu á bak við mig í þessu máli er hreint út sagt ótrúlegt.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.