Fótbolti

Frakkar sækja um EM 2016

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Úr leik Frakka og Rúmena á EM í sumar.
Úr leik Frakka og Rúmena á EM í sumar. Nordic Photos / AFP

Knattspyrnusamband Frakklands hefur sent inn umsókn um að halda Evrópumeistaramótið í knattspyrnu árið 2016.

Keppnin var haldin í Frakklandi árið 1984 og Frakkar héldu einnig heimsmeistaramótið árið 1998. Í bæði skiptin stóðu þeir uppi sem sigurvegarar.

Umsóknarfrestur rennur út þann 9. mars næstkomandi en knattspyrnusambönd Wales og Skotlands hafa rætt um að senda inn sameiginlega umsókn.

24 lið munu taka þátt í úrslitakeppni mótsins en ekki sextán eins og hingað til og verður í Póllandi og Úkraínu árið 2012.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×