Erlent

Kínverskir tölvuhakkarar andsnúnir heimildarmynd

Óli Tynes skrifar
Hakkararnir vildu ekki að kvikmyndin um Rbiyu Kadeer liti augu kvikmyndagesta og rústðu því miðasölukerfi.
Hakkararnir vildu ekki að kvikmyndin um Rbiyu Kadeer liti augu kvikmyndagesta og rústðu því miðasölukerfi.

Kínverskir tölvuhakkarar rústuðu í dag miðasölukerfi á stærstu kvikmyndahátíð sem haldin er í Ástralíu. Ástæðan er sú að á hátíðinni verður sýnd heimildarmynd um útlægan leiðtoga Ígúra í Kína.

Heimildarmyndin fjallar um Rebiyu Kadeer sem býr í útlegð í Bandaríkjunum. Hún er einn virkasti talsmaður Ígúra í Kína.

Ígúrar eru múslimar sem eiga rætur að rekja til Tyrklands. Um tíu milljónir þeirra búa í Kína einkum í Xinjiang héraði í norðausturhluta Kína.

Ígúrar vilja fá meiri sjálfstjórn í héraðinu en kínversk stjórnvöld afgreiða þá sem aðskilnaðarsinna og hryðjuverkamenn.

Þeir saka hina ellefu barna móðir Rebiyu Kadeer um að hafa stofnað til óeirðanna í byrjun síðasta mánaðar sem kostuðu hátt á annað hundrað manns lífið samkvæmt opinberum tölum.

Ígúrar segja að mörghundruð hafi látið lífið og tíuþúsund mótmælendur horfið sporlaust.

Kínversk stjórnvöld hafa hamast mjög á Áströlum til þess að fá þá til þess að hætta við að sýna myndina um Kadeer.

Síðan hafa verið gerðar tvær tölvuárásir á miðasölukerfi kvikmyndahátíðarinnar. Það síðara var gert í dag og lagði bókurnarkerfi hátíðarinnar í rúst.

Talskona hátíðarinnar sagði að þetta væri meiriháttar vandamál, en dagskránni yrði í engu breytt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×