Innlent

Bíll valt út í læk í Heiðmörk

Þrír ungir menn sluppu ómeiddir þegar bíll þeirra valt út í læk í Heiðmörk um miðnætti. Þeir komust sjálfir út úr bílnum og hringdu eftir aðstoð. Ökumanni fataðist þegar hann var að aka yfir einbreiða brú í mikilli hálku með þessum afleiðingum. Kranabíl þurfti til að ná bílnum upp, sem er töluvert skemmdur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×