Erlent

Bretland síðast úr krumlum kreppunnar

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Alistair Darling.
Alistair Darling.

Bretland verður síðasta stóra hagkerfi heimsins sem losnar úr viðjum fjármálakreppunnar, ef marka má spár OECD, Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu. Sérfræðingar stofnunarinnar segja að Bretar verði enn í krumlum kreppunnar um áramótin en þá muni til dæmis Bandaríkin hafa náð að krafla sig að nokkru leyti út úr henni. Þessar spár ganga þvert á ummæli fjármálaráðherra Bretlands, Alistairs Darling, sem fullyrti í blaðaviðtali í gær að Bretar yrðu að mestu búnir að ná sér á strik við árslok.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×