Lífið

Dreymir um að drepa Hitler

Tom Cruise leikur Colonel Stauffenberg.
Tom Cruise leikur Colonel Stauffenberg.

Stórleikarinn Tom Cruise sagði í morgun að hann hefði alltaf dreymt um að myrða Adolf Hitler. Það væri ein stærsta ástæða þess að hann ákvað að taka að sér hlutverk í mynd sem snerist um morðtilræði gegn hinum illræmda kanslara. Cruise leikur hlutverk Colonels Stauffenberg, þýsks ofursta, sem hugðist myrða Hitler í Seinni heimsstyrjöldinni í myndinni Valkyrie.

„Ég hef alltaf viljað myrða Hitler. Ég hata hann," sagði Cruise, en hann fæddist 17 árum eftir að Hitler dó. „Þegar að ég fór að kynna mér líf Stauffenbergs fór ég að dást mikið að honum. Þrátt fyrir að sagan gerist í Seinni heimsstyrjöldinni fannst mér hún tímalaus," sagði Cruise á fréttamannafundi í Seoul, þar sem hann var að kynna myndina.

Hann sagði að það hefði verið mjög öflug upplifun að gera Valkyrie og hann vonaðist til að sú upplifun myndi skila sér á hvíta tjaldið.

Cruise er svolítið seinn á sér því að 30 april 1945 fyrirfór Hitler sér.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.