Fótbolti

Rússar vilja halda HM 2018

Rússar hafa nú bæst í fríðan hóp þjóða sem lýst hafa yfir áhuga á að halda HM í knattspyrnu árið 2018.

Þegar hafa Katar, England, Ástralía og Bandaríkin lýst yfir áhuga á að halda mótið, auk þess sem Spánn/Portúgal og Belgía/Holland hafa í hyggju að leiða saman hesta sína til að fá keppnina.

Á næstu tveimur árum verður úr því skorið hvaða þjóðir koma til greina til að halda HM bæði 2018 og 2020.

Keppnin verður haldin í Suður-Afríku árið 2010 og í Brasilíu fjórum árum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×