Innrás Indverja rétt að byrja 22. ágúst 2009 11:00 Chandrika Gunnarsson Fréttablaðið/PJetur „Þetta er bara byrjunin. Ísland hefur verið að vaxa í áliti hjá Indverjum og þeim á eftir að fjölga mikið sem koma hingað til lands," segir veitingakonan Chandrika Gunnarsson hjá Austur-Indíafélaginu við Hverfisgötu. Sífellt færist í vöxt að tökulið frá Indlandi taki upp tónlistarmyndbönd fyrir kvikmyndir sínar hér á landi. Fréttablaðið hefur greint frá tveimur; annars vegar kvikmyndagerðarfólki frá Kollywood og svo frá Tollywood en bæði þessi nöfn draga heiti sín af þeim hluta Indlands eða tungu þar sem framleiðslan fer fram. Chandrika og hennar fólk hefur séð um að indversku gestirnir hafi fengið mat við sitt hæfi. Ef marka má vefsíðu Thaiindia er væntanlegt annað tökulið frá Kollywood með einhverri skærustu stjörnu þess kvikmyndaiðnaðar. Sá heitir Chiyaan Vikram og er þekktur um allt Indland. Kvikmyndagerðarfólkið hyggst samkvæmt fyrstu fréttum taka upp heila kvikmynd hér á landi og yrði það þá í fyrsta skipti. Þá hefur Fréttablaðið heimildir fyrir því að aðilar frá Bollywood séu mjög áhugasamir um að koma hingað til lands, en það verkefni yrði væntanlega mun stærra í sniðum en þau sem hafa ratað hingað nú þegar. Chandrika upplýsir að þeir hópar sem hingað hafi komið séu mjög þekktir í sínu héraði, þó þeir hafi kannski ekki náð hylli á öllu Indlandi. „En það má ekki gleyma því að íbúar í hverju héraði eru margar milljónir og því er þetta mjög stór markhópur," útskýrir Chandrika. Hún telur að opinber heimsókn forseta Indlands, Abdul Kalam, fyrir rúmum þremur árum hafi gert mikið fyrir íslenska landkynningu á Indlandi. „Augu fólks á Indlandi opnuðust fyrir Íslandi og fólk er betur upplýst um landið og hvað það hefur upp á að bjóða." Austur-Indíafélagið hefur haft í nægu að snúast fyrir kvikmyndagerðarfólkið sem hefur komið hingað að undanförnu og séð um að fæða stjörnurnar. „Þau hafa verið alveg ótrúlega ánægð með matinn, þau bjuggust ekki við því að hér væri hægt að fá alvöru indverskan mat og þetta kom þeim því skemmtilega á óvart." Chandrika hefur varla haft undan að taka á móti indversku frægðarfólki. Stjörnur frá Bollywood, sem fá engu minni frið frá ljósmyndurum og aðdáendum heima fyrir en kollegar þeirra í Hollywood, hafa verið tíðir gestir á Íslandi að undanförnu og svo kom einhver þekktasti krikketleikari heims, Satchin Tendulkar, hingað til lands og naut veðurblíðunnar í sumar. Sé einhver í vafa um frægð Tendulkars má geta þess að Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, lagði til að hann yrði aðlaður af drottningunni fyrir framlag sitt til íþróttarinnar. freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
„Þetta er bara byrjunin. Ísland hefur verið að vaxa í áliti hjá Indverjum og þeim á eftir að fjölga mikið sem koma hingað til lands," segir veitingakonan Chandrika Gunnarsson hjá Austur-Indíafélaginu við Hverfisgötu. Sífellt færist í vöxt að tökulið frá Indlandi taki upp tónlistarmyndbönd fyrir kvikmyndir sínar hér á landi. Fréttablaðið hefur greint frá tveimur; annars vegar kvikmyndagerðarfólki frá Kollywood og svo frá Tollywood en bæði þessi nöfn draga heiti sín af þeim hluta Indlands eða tungu þar sem framleiðslan fer fram. Chandrika og hennar fólk hefur séð um að indversku gestirnir hafi fengið mat við sitt hæfi. Ef marka má vefsíðu Thaiindia er væntanlegt annað tökulið frá Kollywood með einhverri skærustu stjörnu þess kvikmyndaiðnaðar. Sá heitir Chiyaan Vikram og er þekktur um allt Indland. Kvikmyndagerðarfólkið hyggst samkvæmt fyrstu fréttum taka upp heila kvikmynd hér á landi og yrði það þá í fyrsta skipti. Þá hefur Fréttablaðið heimildir fyrir því að aðilar frá Bollywood séu mjög áhugasamir um að koma hingað til lands, en það verkefni yrði væntanlega mun stærra í sniðum en þau sem hafa ratað hingað nú þegar. Chandrika upplýsir að þeir hópar sem hingað hafi komið séu mjög þekktir í sínu héraði, þó þeir hafi kannski ekki náð hylli á öllu Indlandi. „En það má ekki gleyma því að íbúar í hverju héraði eru margar milljónir og því er þetta mjög stór markhópur," útskýrir Chandrika. Hún telur að opinber heimsókn forseta Indlands, Abdul Kalam, fyrir rúmum þremur árum hafi gert mikið fyrir íslenska landkynningu á Indlandi. „Augu fólks á Indlandi opnuðust fyrir Íslandi og fólk er betur upplýst um landið og hvað það hefur upp á að bjóða." Austur-Indíafélagið hefur haft í nægu að snúast fyrir kvikmyndagerðarfólkið sem hefur komið hingað að undanförnu og séð um að fæða stjörnurnar. „Þau hafa verið alveg ótrúlega ánægð með matinn, þau bjuggust ekki við því að hér væri hægt að fá alvöru indverskan mat og þetta kom þeim því skemmtilega á óvart." Chandrika hefur varla haft undan að taka á móti indversku frægðarfólki. Stjörnur frá Bollywood, sem fá engu minni frið frá ljósmyndurum og aðdáendum heima fyrir en kollegar þeirra í Hollywood, hafa verið tíðir gestir á Íslandi að undanförnu og svo kom einhver þekktasti krikketleikari heims, Satchin Tendulkar, hingað til lands og naut veðurblíðunnar í sumar. Sé einhver í vafa um frægð Tendulkars má geta þess að Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands, lagði til að hann yrði aðlaður af drottningunni fyrir framlag sitt til íþróttarinnar. freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira