Helvítis lyddugangur 21. janúar 2009 03:45 „Helvítis lyddugangur er þetta," sagði Helga Sigrún Harðardóttir, Framsóknarflokki, eftir að forsætisráðherra hafði tíundað verk ríkisstjórnarinnar í átt til endurreisnar samfélagsins í jólaleyfi Alþingis. Geir H. Haarde hafði þá greint frá því að smám saman væru að koma til framkvæmda aðgerðir úr áætlunum fyrir heimilin og fyrirtækin sem kynntar voru fyrir jól. „Þetta gerist ekki á einni nóttu," sagði Geir og uppskar ofangreind viðbrögð Helgu Sigrúnar sem bætti við að þolinmæðin væri á þrotum og vitnaði til ástandsins utandyra. Spurði hún svo hver bæri ábyrgð á því ef eitthvað gerðist. Eftir að þingforseti hafði beðið Helgu og aðra þingmenn um að gæta orðavals síns sagði Geir H. Haarde alla bera ábyrgð á sjálfum sér. „Ég treysti því að mótmælendur og lögregla komi fram af skynsemi," sagði hann. Þingfundurinn var hinn fyrsti eftir næstum mánaðarlangt jólaleyfi Alþingis. Við upphaf fundarins gerði Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, athugasemdir við dagskrána en að loknum fyrirspurnatíma til ráðherra voru á dagskrá nokkur þingmannafrumvörp. Furðaði Steingrímur sig á að ekki ætti að ræða ástandið í samfélaginu. Sturla Böðvarsson sagði mönnum frjálst að ræða þau mál í fyrirspurnartímanum. Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður VG, tók forsetann á orðinu. Hvenær verður efnt til kosninga, spurði Ögmundur. Geir svaraði því til að ríkisstjórnin hefði meirihluta þingheims á bak við sig. Skylmingum þeirra lauk með því að Geir sagði ekki hægt að eiga orðastað við Ögmund enda gargaði hann eins og hann væri á útifundi. „Þetta er umboðslaust fólk," æpti þá Ögmundur úr sæti sínu. Í framhaldinu fylgdu nokkrar fyrirspurnir, meðal annars spurði Árni Þór Sigurðsson, Árna Mathiesen fjármálaráðherra hvort hann ætlaði ekki að segja af sér vegna álits umboðsmanns Alþingis á stjórnsýsluháttum Árna við skipan Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara. Árni fjármálaráðherra kvaðst ekki hafa hugsað sér að segja af sér vegna málsins. Eftir því sem tíminn leið og mótmælin efldust magnaðist spennan í þinghúsinu. Kolbrún Halldórsdóttir VG lýsti því yfir að hvorki væri vinnufriður né andrúmsloft til að vinna í þinghúsinu. Áður hafði Sigurður Kári Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki, óskað eftir að mál hans um sölu áfengis í verslunum yrði tekið út af dagskránni. Þótti það mál heldur stinga í stúf við ríkjandi ástand. Fleiri mál voru tekin út af dagskrá en þrjú frumvörp voru lögð fram áður en þriggja stunda löngum og sögulegum þingfundi var slitið. bjorn@frettabladid.is Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira
„Helvítis lyddugangur er þetta," sagði Helga Sigrún Harðardóttir, Framsóknarflokki, eftir að forsætisráðherra hafði tíundað verk ríkisstjórnarinnar í átt til endurreisnar samfélagsins í jólaleyfi Alþingis. Geir H. Haarde hafði þá greint frá því að smám saman væru að koma til framkvæmda aðgerðir úr áætlunum fyrir heimilin og fyrirtækin sem kynntar voru fyrir jól. „Þetta gerist ekki á einni nóttu," sagði Geir og uppskar ofangreind viðbrögð Helgu Sigrúnar sem bætti við að þolinmæðin væri á þrotum og vitnaði til ástandsins utandyra. Spurði hún svo hver bæri ábyrgð á því ef eitthvað gerðist. Eftir að þingforseti hafði beðið Helgu og aðra þingmenn um að gæta orðavals síns sagði Geir H. Haarde alla bera ábyrgð á sjálfum sér. „Ég treysti því að mótmælendur og lögregla komi fram af skynsemi," sagði hann. Þingfundurinn var hinn fyrsti eftir næstum mánaðarlangt jólaleyfi Alþingis. Við upphaf fundarins gerði Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, athugasemdir við dagskrána en að loknum fyrirspurnatíma til ráðherra voru á dagskrá nokkur þingmannafrumvörp. Furðaði Steingrímur sig á að ekki ætti að ræða ástandið í samfélaginu. Sturla Böðvarsson sagði mönnum frjálst að ræða þau mál í fyrirspurnartímanum. Ögmundur Jónasson, þingflokksformaður VG, tók forsetann á orðinu. Hvenær verður efnt til kosninga, spurði Ögmundur. Geir svaraði því til að ríkisstjórnin hefði meirihluta þingheims á bak við sig. Skylmingum þeirra lauk með því að Geir sagði ekki hægt að eiga orðastað við Ögmund enda gargaði hann eins og hann væri á útifundi. „Þetta er umboðslaust fólk," æpti þá Ögmundur úr sæti sínu. Í framhaldinu fylgdu nokkrar fyrirspurnir, meðal annars spurði Árni Þór Sigurðsson, Árna Mathiesen fjármálaráðherra hvort hann ætlaði ekki að segja af sér vegna álits umboðsmanns Alþingis á stjórnsýsluháttum Árna við skipan Þorsteins Davíðssonar í embætti héraðsdómara. Árni fjármálaráðherra kvaðst ekki hafa hugsað sér að segja af sér vegna málsins. Eftir því sem tíminn leið og mótmælin efldust magnaðist spennan í þinghúsinu. Kolbrún Halldórsdóttir VG lýsti því yfir að hvorki væri vinnufriður né andrúmsloft til að vinna í þinghúsinu. Áður hafði Sigurður Kári Kristjánsson, Sjálfstæðisflokki, óskað eftir að mál hans um sölu áfengis í verslunum yrði tekið út af dagskránni. Þótti það mál heldur stinga í stúf við ríkjandi ástand. Fleiri mál voru tekin út af dagskrá en þrjú frumvörp voru lögð fram áður en þriggja stunda löngum og sögulegum þingfundi var slitið. bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Sjá meira