Býður langlokur fyrir ógreidd fasteignagjöld 2. október 2009 04:30 Hjörtur Aðalsteinsson eigandi Super Sub bauð Kópavogsbæ 400 langlokumáltíðir fyrir skuld vegna fasteignagjalda. Hann segir framkvæmdir á Nýbýlavegi hafa skaðað reksturinn.Fréttablaðið/Valli „Ég hef ekki verið í neinu rifrildi og hasar við bæinn og nenni því ekki en ég hélt að þarna væri ég að koma með skemmtilega tillögu,“ segir Hjörtur Aðalsteinsson, eigandi skyndibitastaðarins Super Sub, sem bauð Kópavogsbæ að fá matarmiða í staðinn fyrir ógreidd fasteignagjöld. „Nýbýlavegurinn var fluttur fjær húsunum í hitteðfyrra og það skaðaði okkar rekstur alveg gífurlega. Í fjóra daga urðum við að loka staðnum og það voru endalausar lokanir og þrengingar. Salan á staðnum bara hrundi meira og minna þetta ár sem framkvæmdirnar stóðu yfir,“ útskýrir Hjörtur forsögu málsins. Hjörtur telur ósanngjarnt að eigendur fyrirtækja við Nýbýlaveg þurfi sjálfir að bera allan skaða af gatnaframkvæmdunum. Hann hafi margítrekað beðið bæjaryfirvöld að koma til móts við hann með einhverjum hætti. „Það var bara ein hugmyndin að þeir keyptu af okkur matarmiða fyrir ákveðna upphæð. Það væri ekki verið að gefa okkur neitt heldur væru miðarnir notaðir fyrir starfsmenn bæjarfélagsins sem gætu kannski borðað hjá okkur einu sinni eða tvisvar hver,“ segir hann. Þá segir Hjörtur að til hafi staðið þegar Nýbýlavegurinn var opnaður formlega aftur að efna til skemmtunar og bærinn myndi borga heilsíðuauglýsingu til að glæða að nýju viðskipti við fyrirtækin, sem sum hver hafi tapað miklu og önnur jafnvel hreinlega farið á hausinn á þessu tímabili. „Það varð aldrei,“ segir hann. Hjörtur bendir á að sams konar ástand hafi skapast annars staðar, til dæmis á Laugavegi og á Skólavörðustíg. „Bæjarfélögin rukka bara fasteignagjöld fyrir atvinnuhúsnæði sem er ekki í lagi og við eigum bara að borga og brosa,“ segir eigandi Super Sub. Hann bauð Kópavogsbæ um 400 matarmiða fyrir 400 til 500 þúsund króna skuld. „Þessu var bara hafnað en mér fannst þetta ákaflega kurteis leið og hófleg.“ Að tillögu Páls Magnússonar bæjarritara hafnaði bæjarráð tilboði Hjartar. „Ekki væri fyrir endann séð á því ef Kópavogsbær tæki upp á því að innheimta álagðan skatt með vöruskiptum og einnig vafi á því að lagastoð sé fyrir slíku,“ segir í umsögn bæjarritarans. gar@frettabladid.is Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sjá meira
„Ég hef ekki verið í neinu rifrildi og hasar við bæinn og nenni því ekki en ég hélt að þarna væri ég að koma með skemmtilega tillögu,“ segir Hjörtur Aðalsteinsson, eigandi skyndibitastaðarins Super Sub, sem bauð Kópavogsbæ að fá matarmiða í staðinn fyrir ógreidd fasteignagjöld. „Nýbýlavegurinn var fluttur fjær húsunum í hitteðfyrra og það skaðaði okkar rekstur alveg gífurlega. Í fjóra daga urðum við að loka staðnum og það voru endalausar lokanir og þrengingar. Salan á staðnum bara hrundi meira og minna þetta ár sem framkvæmdirnar stóðu yfir,“ útskýrir Hjörtur forsögu málsins. Hjörtur telur ósanngjarnt að eigendur fyrirtækja við Nýbýlaveg þurfi sjálfir að bera allan skaða af gatnaframkvæmdunum. Hann hafi margítrekað beðið bæjaryfirvöld að koma til móts við hann með einhverjum hætti. „Það var bara ein hugmyndin að þeir keyptu af okkur matarmiða fyrir ákveðna upphæð. Það væri ekki verið að gefa okkur neitt heldur væru miðarnir notaðir fyrir starfsmenn bæjarfélagsins sem gætu kannski borðað hjá okkur einu sinni eða tvisvar hver,“ segir hann. Þá segir Hjörtur að til hafi staðið þegar Nýbýlavegurinn var opnaður formlega aftur að efna til skemmtunar og bærinn myndi borga heilsíðuauglýsingu til að glæða að nýju viðskipti við fyrirtækin, sem sum hver hafi tapað miklu og önnur jafnvel hreinlega farið á hausinn á þessu tímabili. „Það varð aldrei,“ segir hann. Hjörtur bendir á að sams konar ástand hafi skapast annars staðar, til dæmis á Laugavegi og á Skólavörðustíg. „Bæjarfélögin rukka bara fasteignagjöld fyrir atvinnuhúsnæði sem er ekki í lagi og við eigum bara að borga og brosa,“ segir eigandi Super Sub. Hann bauð Kópavogsbæ um 400 matarmiða fyrir 400 til 500 þúsund króna skuld. „Þessu var bara hafnað en mér fannst þetta ákaflega kurteis leið og hófleg.“ Að tillögu Páls Magnússonar bæjarritara hafnaði bæjarráð tilboði Hjartar. „Ekki væri fyrir endann séð á því ef Kópavogsbær tæki upp á því að innheimta álagðan skatt með vöruskiptum og einnig vafi á því að lagastoð sé fyrir slíku,“ segir í umsögn bæjarritarans. gar@frettabladid.is
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Innlent Fleiri fréttir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sjá meira