Sigmundur Davíð: Ríkisstjórnin fórnaði öllu fyrir þetta 18. október 2009 16:59 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. „Þetta er bara algjörlega afleitt," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, um nýtt samkomulag sem hefur náðst við Breta og Hollendinga um Icesave-málið. Hann segist sjálfur hafa bent á það á sínum tíma, þegar fyrirvararnir voru samþykktir, að helsti gallinn væri sá að Íslendingar væru að taka þessa Icesave upphæð að láni en ætluðu bara að endurgreiða hana að hluta. Þetta segir hann ekki rétta nálgun. Hann segir að kosturinn við fyrri samninga hafi helst verið þeir að Bretar og Hollendingar sjálfir myndu hafna samningnum. „Svo kemur annað á daginn, ríkisstjórnin var tilbúinn að gefa allt fyrir þetta," segir Sigmundur sem telur ámælisvert hvernig ríkisstjórnin virðist hafa beitt sér í þágu Hollendinga og Breta en ekki Íslendinga. Spurður hvort sameiginleg yfirlýsing fjármálaráðherra Íslands, Breta og Hollendinga um að viðurkennt verði að Ísland beri ekki ljósa lagalega ábyrgð á því að borga Icesave, styrki ekki einmitt málstað Íslendinga, segir Sigmundur yfirlýsinguna einmitt hafa þveröfug áhrif. „Yfirlýsingin gerir stöðu okkar verri en ella. Þeir geta alltaf bent á að þó við séum ekki lagalega ábyrg þá viðurkennum við engu að síður skyldur til þess að greiða Icesve," segir Sigmundur. Hann gagnrýnir einnig vinnuferli málsins harðlega. Hann segir að hugmynd hans og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að gera þjóðunum gagntilboð hafi verið hafnað. Engu að síður eru embættismenn sendir út til þess að endursemja um lög sem þegar var búið að samþykkja á Alþingi. „Þetta hef ég aldrei heyrt um áður, að lög sem eru samþykkt á Alþingi Íslands séu borin undir aðrar þjóðir," segir Sigmundur Davíð. Hann segir niðurstöðuna sem nú liggur fyrir allt aðra en samningurinn sem var samþykktur á Alþingi í lok ágúst. Meðal stærstu breytinganna er 2024 ákvæðið sem hefur verið fellt niður. Að sögn Sigmundar þýðir það að allt verði greitt til baka, sama hversu langan tíma það tekur, með vöxtum. „Það versta í þessu er að allan þennan tíma hafa íslensk stjórnvöld barist fyrir hagsmunum Hollendinga og Breta í þessu máli," segir Sigmundur og bendir meðal annars á að sömu menn voru sendir á samningafund Breta og Hollendinga og sömdu um upphaflegu samningana. „Þeir voru því að endursemja um eigin niðurstöðu," segir Sigmundur sem telur að það hefði verið mun heppilegra að fá erlenda og óháða aðila til þess að sjá um samningagerðina. Framsókn stakk upp á því á sínum tíma að sögn Sigmundar, en því var hafnað. Sigmundur auk stjórnarandstöðuflokkanna sá ekki niðurstöðuna fyrr en klukkustund áður en það var kynnt fyrir þjóðinni. Frumvarpið verður lagt fyrir þing í vikunni og telur Sigmundur afar hæpið að ríkisstjórnin sé með meirihluta til þess að samþykkja frumvarpið. Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
„Þetta er bara algjörlega afleitt," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, um nýtt samkomulag sem hefur náðst við Breta og Hollendinga um Icesave-málið. Hann segist sjálfur hafa bent á það á sínum tíma, þegar fyrirvararnir voru samþykktir, að helsti gallinn væri sá að Íslendingar væru að taka þessa Icesave upphæð að láni en ætluðu bara að endurgreiða hana að hluta. Þetta segir hann ekki rétta nálgun. Hann segir að kosturinn við fyrri samninga hafi helst verið þeir að Bretar og Hollendingar sjálfir myndu hafna samningnum. „Svo kemur annað á daginn, ríkisstjórnin var tilbúinn að gefa allt fyrir þetta," segir Sigmundur sem telur ámælisvert hvernig ríkisstjórnin virðist hafa beitt sér í þágu Hollendinga og Breta en ekki Íslendinga. Spurður hvort sameiginleg yfirlýsing fjármálaráðherra Íslands, Breta og Hollendinga um að viðurkennt verði að Ísland beri ekki ljósa lagalega ábyrgð á því að borga Icesave, styrki ekki einmitt málstað Íslendinga, segir Sigmundur yfirlýsinguna einmitt hafa þveröfug áhrif. „Yfirlýsingin gerir stöðu okkar verri en ella. Þeir geta alltaf bent á að þó við séum ekki lagalega ábyrg þá viðurkennum við engu að síður skyldur til þess að greiða Icesve," segir Sigmundur. Hann gagnrýnir einnig vinnuferli málsins harðlega. Hann segir að hugmynd hans og Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að gera þjóðunum gagntilboð hafi verið hafnað. Engu að síður eru embættismenn sendir út til þess að endursemja um lög sem þegar var búið að samþykkja á Alþingi. „Þetta hef ég aldrei heyrt um áður, að lög sem eru samþykkt á Alþingi Íslands séu borin undir aðrar þjóðir," segir Sigmundur Davíð. Hann segir niðurstöðuna sem nú liggur fyrir allt aðra en samningurinn sem var samþykktur á Alþingi í lok ágúst. Meðal stærstu breytinganna er 2024 ákvæðið sem hefur verið fellt niður. Að sögn Sigmundar þýðir það að allt verði greitt til baka, sama hversu langan tíma það tekur, með vöxtum. „Það versta í þessu er að allan þennan tíma hafa íslensk stjórnvöld barist fyrir hagsmunum Hollendinga og Breta í þessu máli," segir Sigmundur og bendir meðal annars á að sömu menn voru sendir á samningafund Breta og Hollendinga og sömdu um upphaflegu samningana. „Þeir voru því að endursemja um eigin niðurstöðu," segir Sigmundur sem telur að það hefði verið mun heppilegra að fá erlenda og óháða aðila til þess að sjá um samningagerðina. Framsókn stakk upp á því á sínum tíma að sögn Sigmundar, en því var hafnað. Sigmundur auk stjórnarandstöðuflokkanna sá ekki niðurstöðuna fyrr en klukkustund áður en það var kynnt fyrir þjóðinni. Frumvarpið verður lagt fyrir þing í vikunni og telur Sigmundur afar hæpið að ríkisstjórnin sé með meirihluta til þess að samþykkja frumvarpið.
Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira