Innlent

Varð milli tveggja bíla á Gæsavatnaleið

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna umferðaslyss á Gæsavatnaleið, skammt vestan við Kistufell sem liggur við rætur Vatnajökuls. Að sögn lögreglu virðist sem manneskja hafi orðið milli tveggja bifreiða en önnur bifreiðanna mun hafa verið vörubifreið með tengivagn. Ekki liggur fyrir hvort um karl eða konu var að ræða en aðilinn er franskur ferðamaður. Hann er mikið slasaður.

Hálendisbjörgunarsveit og Lögregla frá Húsavík voru fyrst á staðinn og er þyrla Landhelgisgæslunnar komin þangað núna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×