Lífið

Fjöldinn kom á óvart

Kristín Jóhannesdóttir og Sigurður Pálssoon voru sigurvegarar kvöldsins, Kristín var valin leikstjóri ársins, Sigurður fékk Grímuna fyrir leikverk ársins.  fréttablaðið/anton
Kristín Jóhannesdóttir og Sigurður Pálssoon voru sigurvegarar kvöldsins, Kristín var valin leikstjóri ársins, Sigurður fékk Grímuna fyrir leikverk ársins. fréttablaðið/anton

Hjónin í Mávahlíð, Sigurður Pálsson og Kristín Jóhannesdóttir, voru sigurvegarar Grímunnar, Þau eru ekki búin að finna stað fyrir stytturnar tvær sem þau hlutu fyrir sýninguna Utangátta.

„Maður er eiginlega bara skýjum ofar og það var dálítið magnað að fylgjast með þessu," segir Sigurður þegar Fréttablaðið náði tali af honum á sjálfan þjóðhátíðardaginn. „Maður verður bara að viðurkenna að það var ekkert erfitt að koma sér í þjóðhátíðarstemninguna í dag [í gær] og nú fer maður bara niður í bæ og fær sér pylsu og blöðru."

Utangátta fékk sex Grímur. Hún náði þeim einstaka árangri að vera valið verk ársins, sýning ársins og leikstjóri ársins. En slík þrenna ku ekki vera algeng. Auk þess fékk Grétar Reynisson Grímuna fyrir leikmynd og búninga í sýningunni og Halldór Örn Óskarsson var verðlaunaður fyrir lýsingu. +

Sigurður upplýsir að þau hjónin hafi enn ekki fundið styttunum stað. „Við erum svona að máta, í augnablikinu standa þær á mublu út við gluggann, þær verða ekkert í neinum feluleik," segir Sigurður. Hann bætir því við að bæði hann og Kristín geri sér grein fyrir því að þau séu bara toppurinn á ísjakanum. „Á toppinn eru stytturnar lagðar en við Kristín tökum við þeim fyrir hönd alls jakans." Til gamans má svo geta að sýningin fer aftur á fjalir Kassa Þjóðleikhússins í september.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.