Sigmundur: Jóhanna spillir fyrir að lánið fáist 10. október 2009 12:47 Mynd/Anton Íslendingum stendur ekki til boða að fá risalán frá Noregi upp á rúma tvö þúsund milljarða króna. Þetta kemur fram í svarbréfi Jens Stoltenbergs, forsætisráðherra Noregs, til Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra. Framsóknarmenn saka Jóhönnu um að senda villandi skilaboð til Noregs til að koma í veg fyrri að lánið fáist. Oddvitar Framsóknarflokksins fullyrtu í síðustu viku að Norðmenn gætu hugsanlega lánað Íslendingum, milliliðalaust, 100 milljarða norskra króna eða sem samsvarar um 2200 milljörðum íslenskra króna. Vísuðu framsóknarmenn í samtöl sem þeir áttu við oddvita Miðflokksins í Noregi, sem er einn af þremur stjórnarflokkum þar í landi. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sendi starfsbróður sínum í Noregi bréf í síðustu viku og spurði hvort slíkt lán væri í boði. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu kemur fram í svarbréfi norska forsætisráðherrans, að slíkt lán hafi ekki verið rætt í norsku ríkisstjórninni. Þá er ennfremur vísað til þess að Norðmenn ætli að lána Íslendingum í samvinnu við önnur Norræn ríki. Þau lán séu bundin uppgjöri Icesave og endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Allur stuðningur við Ísland verði innan þess ramma. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að Stoltenberg hafi svarað bréfi Jóhönnu án þess að bera það undir samstarfsflokka sína í ríkisstjórn. Hann sakar Jóhönnu um að senda villandi skilaboð til Noregs. „Okkur var ítrekað tjáð þarna úti að Verkamannaflokkurinn líti ítrekað til Samfylkingarinnar með hvaða stefnu ætti að taka í málinu. Jafnframt að það hafi komið allt annað en beiðni um lánafyrirgreiðslu frá Samfylkingunni," segir Sigmundur. Sigmundur sakar Jóhönnu og Samfylkinguna um að reyna spilla fyrir málinu og segir ennfremur að Samfylkingin vilji halda sig fast við áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og sé ekki tilbúin að skoða aðrar leiðir. Þá segir Sigmundur að Miðflokkurinn í Noregi ætli að taka upp málið í ríkisstjórn á næstu dögum. Tengdar fréttir Höskuldur: Fórum ekki fýluferð til Noregs Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir sig og formann flokksins ekki hafa farið í fýluferð til Noregs til að liðka um fyrir risaláni til Íslands. Þvert á móti hafi þeir greint mikinn vilja meðal norskra þingmanna. Höskuldur segir að hafi Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, beðið forsætisráðherra Noregs um að segja ekki stæði til að veita Íslendingum slíkt lán sé um skemmdarverk að ræða. 10. október 2009 10:43 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Íslendingum stendur ekki til boða að fá risalán frá Noregi upp á rúma tvö þúsund milljarða króna. Þetta kemur fram í svarbréfi Jens Stoltenbergs, forsætisráðherra Noregs, til Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra. Framsóknarmenn saka Jóhönnu um að senda villandi skilaboð til Noregs til að koma í veg fyrri að lánið fáist. Oddvitar Framsóknarflokksins fullyrtu í síðustu viku að Norðmenn gætu hugsanlega lánað Íslendingum, milliliðalaust, 100 milljarða norskra króna eða sem samsvarar um 2200 milljörðum íslenskra króna. Vísuðu framsóknarmenn í samtöl sem þeir áttu við oddvita Miðflokksins í Noregi, sem er einn af þremur stjórnarflokkum þar í landi. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sendi starfsbróður sínum í Noregi bréf í síðustu viku og spurði hvort slíkt lán væri í boði. Samkvæmt upplýsingum frá forsætisráðuneytinu kemur fram í svarbréfi norska forsætisráðherrans, að slíkt lán hafi ekki verið rætt í norsku ríkisstjórninni. Þá er ennfremur vísað til þess að Norðmenn ætli að lána Íslendingum í samvinnu við önnur Norræn ríki. Þau lán séu bundin uppgjöri Icesave og endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Allur stuðningur við Ísland verði innan þess ramma. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að Stoltenberg hafi svarað bréfi Jóhönnu án þess að bera það undir samstarfsflokka sína í ríkisstjórn. Hann sakar Jóhönnu um að senda villandi skilaboð til Noregs. „Okkur var ítrekað tjáð þarna úti að Verkamannaflokkurinn líti ítrekað til Samfylkingarinnar með hvaða stefnu ætti að taka í málinu. Jafnframt að það hafi komið allt annað en beiðni um lánafyrirgreiðslu frá Samfylkingunni," segir Sigmundur. Sigmundur sakar Jóhönnu og Samfylkinguna um að reyna spilla fyrir málinu og segir ennfremur að Samfylkingin vilji halda sig fast við áætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og sé ekki tilbúin að skoða aðrar leiðir. Þá segir Sigmundur að Miðflokkurinn í Noregi ætli að taka upp málið í ríkisstjórn á næstu dögum.
Tengdar fréttir Höskuldur: Fórum ekki fýluferð til Noregs Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir sig og formann flokksins ekki hafa farið í fýluferð til Noregs til að liðka um fyrir risaláni til Íslands. Þvert á móti hafi þeir greint mikinn vilja meðal norskra þingmanna. Höskuldur segir að hafi Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, beðið forsætisráðherra Noregs um að segja ekki stæði til að veita Íslendingum slíkt lán sé um skemmdarverk að ræða. 10. október 2009 10:43 Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Innlent Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Fleiri fréttir Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Sjá meira
Höskuldur: Fórum ekki fýluferð til Noregs Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir sig og formann flokksins ekki hafa farið í fýluferð til Noregs til að liðka um fyrir risaláni til Íslands. Þvert á móti hafi þeir greint mikinn vilja meðal norskra þingmanna. Höskuldur segir að hafi Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, beðið forsætisráðherra Noregs um að segja ekki stæði til að veita Íslendingum slíkt lán sé um skemmdarverk að ræða. 10. október 2009 10:43